Innihald námskeiðs
Notaðar eru skapandi kennsluaðferðir til að kynna greinaskrif og önnur skrif um veruleikann (e. creative non-fiction writing).
Þátttakendur þjálfast í að skrifa greinar, hugleiðingar og færslur sem höfða til hins almenna lesanda. Þeim er leiðbeint við að nálgast viðfangsefni sín, afmarka þau og aðlaga að ólíkum miðlum og markhópum. Sum skrifa skoðanagreinar en önnur fræðandi greinar eða hugleiðingar um þekkingu sína, reynslu og upplifanir.
Námskeiðið er fjarkennt en byggist þó á þátttöku hópsins:
- Kennsluefni og æfingar birt á vefnum á laugardögum (20. jan., 27. jan., 3. feb. og 10 feb.)
- Hópurinn hittist á zoom-fundi, ræðir um skrif sín og leitar ráða kl. 13:00-16:00 að íslenskum tíma laugardaginn þar á eftir (27. jan., 3., 10. og 17. feb.)
- Annar tími fyrir zoom-fund í boði sé aðsókn mikil: Fimmtudaga kl. 18:00-21:00. Takið fram í athugasemd við skráningu hvor tíminn hentar betur.
20. – 27. jan.: UMFJÖLLUNAREFNI OG UPPBYGGING
Þátttakendur finna sér umfjöllunarefni og finna sig í efninu, læra að afmarka sig og sníða efnið að þekkingu sinni eða skoðunum. Sköpuð er eðlileg heild með inngangsorðum, meginmáli og lokaorðum þannig að lesandann langi til að halda lestrinum áfram.
Zoom fundur: Lau. 27. jan. kl. 13:00-16:00 GTM.
27. jan. – 3. feb. SJÁLF SKRIFIN
Þátttakendur eru leiddir í gegnum ritun greinarinnar.
Zoom fundur: Lau. 3. feb. kl. 13:00-16:00 GTM.
3. – 10. feb: MARKHÓPUR, MÁL OG MIÐILL
Þátttakendur velta fyrir sér og aðlaga umfjöllun sína að ákveðnum markhópi og miðli. Málfar, stíll og ólík málsnið skoðuð.
Zoom-fundur: Lau. 10. feb. kl. 13:00-16:00 GTM.
10. – 17. feb. LOKAHÖND
Lokahönd lögð á skrifin, þeim deilt í hópnum sem fjallar um þau á uppbyggilegan hátt. Höfundar æfast í að fá umfjöllun og skrif sína og meta skrif annarra. Einnig velta þátttakendur fyrir sér hvernig bregðast má við viðbrögðum lesanda.
Zoom-fundur: Lau. 17. feb. kl. 13:00-16:00 GTM.
Sigurjón Pétursson (Greinaskrif, Reykjavík, 2018)
Hver og einn þáttur var frábær og saman mynduðu þeir eina heild. Framsögn Bjargar og eldmóður vakti okkur nemendur upp, örvaði og styrkti.”
Nánari upplýsingar um námskeiðið: s. 899 6917