Um hvað snýst smiðjan?
Unnið er með aðferðum lista, leiddrar hugleiðslu, félagsörvunar og skapandi samtala á þessu fjöruga námskeiði sem hefur þó alvarlega undirtóna.
Stuðst er við þrjár þekktar sjálfskoðunaraðferðir; Hetjuferðina (The Hero’s Journey), Tólfsporakerfið og Leið listamannsins (The Artist’s Way).
Fyrir hverja?
Smiðjuna sækir fólk á öllum aldri sem vill sjá þroskaverkefni lífs síns í nýju ljósi. Sum mæta af einskærri forvitni en önnur gagngert til að horfast í augu við ákveðnar hindranir á þroskabraut sinni. Engin forþekking á aðferðunum þremur er nauðsynleg.
Athugið að þetta er ekki ritlistarnámskeiðið um Hetjuferðina. Þar eru skrifaðar sögur, hér er leikið með ólík tjáningarform.
Fyrirkomulag námskeiðs
Fös. 18. okt. kl. 18:00-22:00 í Sjávarklasanum
Hugmyndafræði Hetjuferðarinnnar kynnt og hópurinn hristur saman með upphitunaræfingum sem spegla hetjuna og ferðalag hennar. Umræður og æfingar tengdar aðferðunum þremur.
Hetjuferðin: Hetjan er ekki ofurhetja heldur sú sem þorir þrátt fyrir óttann að takast á við breytingar.
Spor 1-3: Við játum okkur sigruð og að við þurftum hjálp.
Leið listamannsins: Aðferðirnar Morgunsíður og Stefnumót við listamann kynntar.
Lau. 19. okt. kl. 10:00-14:00 í Svövuhúsi
Hetjuferðin: Hetjan tekst á við þrautir og þroskaverkefni í óþekktu landi ævintýrisins. Í ferli friðþægingar og sátta hefst umbreyting hetjunnar.
Spor 4-6: Við tókumst á við bresti. Spor 7-9: Við bættum fyrir misgjörðir.
Leið listamannsins: Við horfumst í augu við hindranir okkar.
Sun. 20. okt. kl. 10:00-14:00 í Svövuhúsi
Hetjuferðin: Í ferli umbreytingar hlýtur hetjan gjöf sem hún fer með aftur til síns þekkta heims, samfélagi sínu öllu til heilla.
Spor 10-12: Við urðum fyrir vakningu og bárum öðrum boðskapinn.
Leið listamannsins: Við finnum frelsi til að skapa.
Lesið dýpri námskeiðslýsingu
Ummæli
„Námskeiðið Tólf spora ævintýri – sköpunarsmiðja, stóð sannarlega undir væntingum og gott betur. Það opnaði fyrir nýjar og spennandi gáttir, gaf mér kjark til að takast á við innri hindranir og þor til að gefa fegurðinni og ævintýrinu í sjálfri mér lausan tauminn. Stemningin á námskeiðinu var yndisleg og ég hlakka til áframhaldandi kynna við fólkið sem ég kynntist þar.“
Hallfríður Þórarinsdóttir (2023)
Linda H. Blöndal (2023)
Nánari upplýsingar: s. 899 6917 / bjorg@stilvopnid.is