Tólf spora ævintýri – sköpunarsmiðja 19.-21. sept.
56.900 kr.
- Hvar: Íslenska sjávarklasanum, Grandagarði 16, 101 Reykjavík
- Hvenær: 19.-21. sept. 2025 (12 klst.)
- Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistar- og myndlistarkennari og MA í menntunarfræðum skapandi greina.
- Verð: 56.900 kr. Athugaðu hvort stéttarfélagið styrkir þig.
Stílvopnið vann til alþjóðlegu hvatningarverðlaunanna Global WIIN 2024
Skráning og greiðslur
Berist staðfesting/reikningur ekki: Skoðið ruslpóstinn eða hafið samband.
Greiðið á reikning Stílvopnsins:0133-26-580815 / kt. 580815-1380 eða með greiðslukorti.
Ekki þarf að greiða við skráningu en tryggðu þér sætið með greiðslu.
Um hvað snýst smiðjan?
Unnið er með aðferðum lista, leiddrar hugleiðslu, félagsörvunar og skapandi samtala á þessu fjöruga námskeiði sem hefur þó alvarlega undirtóna.
Stuðst er við þrjár þekktar sjálfskoðunaraðferðir; Hetjuferðina (The Hero’s Journey), Tólfsporakerfið og Leið listamannsins (The Artist’s Way).
Fyrir hverja?
Smiðjuna sækir fólk á öllum aldri sem vill sjá þroskaverkefni lífs síns í nýju ljósi. Sum mæta af einskærri forvitni en önnur gagngert til að horfast í augu við ákveðnar hindranir á þroskabraut sinni. Engin forþekking á aðferðunum þremur er nauðsynleg.
Athugið að þetta er ekki ritlistarnámskeiðið um Hetjuferðina. Þar eru skrifaðar sögur, hér er leikið með ólík tjáningarform.
Fyrirkomulag námskeiðs
Fös. 19. sept. kl. 18:00-22:00
Hugmyndafræði Hetjuferðarinnnar kynnt og hópurinn hristur saman með upphitunaræfingum sem spegla hetjuna og ferðalag hennar. Umræður og æfingar tengdar aðferðunum þremur.
Hetjuferðin: Hetjan er ekki ofurhetja heldur sú sem þorir þrátt fyrir óttann að takast á við breytingar.
Spor 1-3: Við játum okkur sigruð og að við þurftum hjálp.
Leið listamannsins: Aðferðirnar Morgunsíður og Stefnumót við listamann kynntar.
Lau. 20. sept. kl. 10:00-14:00
Hetjuferðin: Hetjan tekst á við þrautir og þroskaverkefni í óþekktu landi ævintýrisins. Í ferli friðþægingar og sátta hefst umbreyting hetjunnar.
Spor 4-6: Við tókumst á við bresti. Spor 7-9: Við bættum fyrir misgjörðir.
Leið listamannsins: Við horfumst í augu við hindranir okkar.
Sun. 21. sept. kl. 10:00-14:00
Hetjuferðin: Í ferli umbreytingar hlýtur hetjan gjöf sem hún fer með aftur til síns þekkta heims, samfélagi sínu öllu til heilla.
Spor 10-12: Við urðum fyrir vakningu og bárum öðrum boðskapinn.
Leið listamannsins: Við finnum frelsi til að skapa.
Lesið dýpri námskeiðslýsingu
Ummæli
„Námskeiðið Tólf spora ævintýri – sköpunarsmiðja stóð sannarlega undir væntingum og gott betur. Það opnaði fyrir nýjar og spennandi gáttir, gaf mér kjark til að takast á við innri hindranir og þor til að gefa fegurðinni og ævintýrinu í sjálfri mér lausan tauminn.“
Hallfríður Þórarinsdóttir (2023)
„Ótroðnar slóðir eru dýrmætasta gjöfin sem ég hef fengið á námskeiðum hjá Björgu, nýjar leiðir til að hugsa og tjá mig. Ég er sérstaklega spennt fyrir þessu námskeiði því að mér sýnist nálgunin ólík því sem ég hef áður reynt og sameina ýmsa fleti sem vekja áhuga minn.“
Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir, félagsráðgjafi (2025)
Linda H. Blöndal (2023)
Nánari upplýsingar: s. 899 6917 / bjorg@stilvopnid.is
Tengdar vörur
Skapandi skrif – áhugaskráning
- Hvar: Sjávarklasanum, Grandagarði 16, 101 Reykjavík. Aðgengi
- Hvenær: Helgarnámskeið (12 klst.)
- Kennari: Björg Árnadóttir, ritlistarkennari, rithöfundur og MA í menntunarfræðum skapandi greina
- Verð: 54.900. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið.