Umsagnir þátttakenda um námskeið Stílvopnsins

…mig skortir orð til að draga fram það fallega sem þú gerir á námskeiðunum. Þú leiðir fólk áfram …
Ónefndur í einkaskilboðum 2016

Takk fyrir námskeiðið Björg. Þú byggðir það upp á svo flottan máta og í raun ótrúlegt hvað ég lærði margt á stuttum tíma. Ég hafði ekki mikla trú á mér sem skáldi þegar ég kom en skáldið fæddist í þessu afslappaða og örvandi umhverfi. Sérlega vel gert.
Áslaug Jóhannesdóttir Skapandi skrif 2016, Endurminningaskrif, 2017, Tólf spora ævintýri 2024

Það er magnað að sjá hvernig Björg leiðir okkur áfram í hæfilega stórum skrefum til að við fáum að uppgötva sjálf þessa leyndardóma og sjá að við getum svo miklu meira en við höldum.
Hulda Ragnheiður Árnadóttir Hetjuferðin, 2021

Og svo er náttúrulega einstakt að vera með mögnuðum manneskjum á svona námskeiði, læra af fólki og sjá inn í sál þess og reynslu. Guðdómleg upplifun. Mæli eindregið með Björgu sem leiðbeinanda. Hún kann að skapa öruggt rými fyrir alla til að vaxa og eflast – og umfram allt, til að tjá sig í skrifum.
Sigríður Jónsdóttir Endurminningaskrif , 2015

Ég á frábærar minningar úr smiðjunni – hún var full af lífi og sál.
Helga Birgisdóttir, Sköpunarsmiðja 2019

Ég hlakka svo til að taka þessa reynslu með mér. Lífið er eitt stórt ævintýri. Takk kærlega Björg og þið dásamlega samferðafólk.

Ragna Þóra Karlsdóttir Sköpunarsmiðja, 2021

Stórkostlegt! Hver og einn þáttur var frábær og saman mynduðu þeir eina heild. Framsögn þín og eldmóður vakti upp, örvaði og styrkti okkur nemendur.
Sigurjón Pétursson, Skoðanaskrif, 2018

This inspiring workshop couldn’t have happened without Bjorg – a very inspiring and watchful leader, who flexibly adjusted the program to our needs and interests. We appreciate her attitude, commitment to the group and attention to individual or group needs. She has a powerful courage to try new things. All we experienced was in calm and peaceful atmosphere.
Foundation Atalaya, Varsjá vikulangt námskeið í skapandi skrifum, 2018

,,Sæl Björg! Ert þú búin að jafna þig á samverunni með okkur á námskeiði skapandi skrifa í Egilsstaðaskóla? Ég jafna mig altént ekki strax, ég breyttist vegna þess hvað ég lærði mikið og sjálfstraustið efldist, sem var þó ærið fyrir!”
Sigurður Aðalsteinsson, Skapandi skrif 2017