Ritlistarnámskeið
Námskeiðin eru leiðangrar um lendur hins ritaða máls. Þau sækir fólk á öllum aldri, jafnt algjörir byrjendur sem útgefnir höfundar.
„Það eru töfrar hvernig Björgu tekst að leiða saman hóp fólks á fimmtíu ára aldursbili með ólíkan bakgrunn."
Elín Eyfjörð, Endurminningar, Skapandi skrif
,Ég mæli hiklaust með því að fara á námskeið til Bjargar. Hún er mjög flink í að leyfa nemendum sínum að koma sjálfum sér á óvart. Aðferðir hennar eru í senn skemmtilegar og skapandi, þær ýta undir hugmyndaflug og auka færni manns hratt og örugglega."
Ragnheiður Ólafsdóttir, Endurminningaskrif
,,Ég mæli hiklaust með því að fara á námskeið til Bjargar. Hún er mjög flink í að leyfa nemendum sínum að koma sjálfum sér á óvart. Aðferðir hennar eru í senn skemmtilegar og skapandi, þær ýta undir hugmyndaflug og auka færni manns hratt og örugglega.”
Ragnheiður Ólafsdóttir, Endurminningaskrif (2016)
Námskeið á næstunni
Stílvopnið í útrás
Undir Indlandssólu var skapað, skrifað og skrafað í hálfan mánuð haustið 2023. Björg Árnadóttir leiddi hóp íslenskra kvenna sem dvaldi í vellystingum á Secret Garden hóteli Seyðfirðingsins Þóru Bergnýjar Guðmundsdóttur í Kochiborg í Keralahéraði.
Námskeið Stílvopnsins eru í senn forvitnileg, fræðandi og skemmtileg.
Áhersla er lögð á:
- námsumhverfi þar sem allir fá notið sín,
- skipulagt félagsnám þar sem hver lærir af öðrum,
- kennsluaðferðir sem vinna gegn ritstíflum og ótta við hið óskrifaða orð,
- æfingar sem ýta undir leit að eigin umfjöllunarefnum og höfundarrödd,
- námsefni sem hverfist um það sem skapað er á námskeiðinu frekar en fyrri skrif,
- frelsi til að skapa af lyst á milli skipta þótt engin séu heimaverkefnin.
Ýmsar bækur hafa orðið til á námskeiðum Stílvopnsins. Fagnaðafundir samnemenda Hönnu Óladóttur í útgáfupartíi.
Viðfangsefni námskeiðanna:
Skrifað og skáldað
Skapandi skrif og Hetjuferðarskrif
Sköpun í daglega lífinu
Sköpunarsmiðja
Skrifað og lifað
Endurminningaskrif, Skapandi skoðana- og þekkingarskrif og Ferðaskrif.
Kennslufræði
Hugmyndir og aðferðir í ritlistarkennslu og Félagsörvun; að skapa örugg rými.
Viltu vita meira?
Hringdu í Björgu eða sendu tölvupóst.
- bjorg@stilvopnid.is
- 899 6917