Greinaskrif fyrir félagasamtök og fyrirtæki
0 kr.
Vinnustofa um greinaskrif (3 klst.)
– fyrirlestrar, samtöl og hópvinna.
Hámark 25 manns í einu.
Verð
Samkvæmt samkomulagi.
Leiðbeinandi
Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari, blaðamaður og MA í menntunarfræðum.
Markmið
Að auðvelda þátttakendum að skrifa greinar sem vekja áhuga hins almenna lesanda.
Staður og stund
Samkvæmt samkomulagi, á virkum degi eða um helgi.
Námskeiðið má sérsníða að þörfum og áhuga hvers hóps.
Pöntun
bjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917
Björg Árnadóttir hlaut alþjóðlega viðurkenningu Global WIIN 2024 fyrir Stílvopnið.
Umsögn
„Námskeiðið var afar fróðlegt og skemmtilegt. Efnistök Bjargar voru greinargóð og henni tókst á stuttum tíma að fá alla þátttakendurna tuttugu og tvo til að skoða námsefnið út frá eigin áhugasviði og þekkingu.“
Eva Þengilsdóttir,
framkvæmdastjóri ÖBÍ réttindasamtaka
Umfjöllunarefni
1. Hugmyndavinnan:
Að velja umfjöllunarefni, leita efniviðar og spegla sig í efninu.
Að finna viðeigandi flöt á viðfangsefninu.
Að meta hvort efnið henti höfundi og veki áhuga lesanda.
Að virkja áhugahvötina við skrifin.
2. Ritunarvinnan
Að fá sjónræna yfirsýn yfir efnið.
Að skilja ritunarferlið; að skrifað sé í skrefum.
Að kynnast hinu hefðbundna greinarformi.
Að átta sig á mikilvægi áhrifaríkrar uppbyggingar.
Að skoða stíl og finna málsnið og höfundarödd sem hæfa efni og markhópi.
3. Frágangurinn
Að höfundur lesi skrif sín með tilliti til efnis, málfars og réttritunar.
Að textinn fái faglegan yfirlestur og prófarkalestur.
Að finna miðil til birtingar.
Að búa sig undir viðbrögð lesenda.