Skrifað um veruleikann – netnámskeið þegar þér hentar!
39.900 kr.
Netnámskeiðið:
- er aðgengilegt í 6 mánuði,
- jafngildir 16 klst,
- byggir á einstaklingsmiðuðu námi; fyrirlestrum, ritæfingum og endurgjöf kennara,
- Björg Árnadóttir, ritlistarkennari, rithöfundur og blaðamaður kennir,
- verð: 39.900 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða, athugaðu með þitt,
- er fyrri námskeið af tveimur.
Nánari upplýsingar: s. 8996917 / bjorg@stilvopnid.is
Skráning og greiðslur
Opið er fyrir skráningu.
Greiðið á reikning Stílvopnsins (0133-26-580815 / kt. 580815-1380) eða með greiðslukorti
Björg Árnadóttir hlaut alþjóðlegu hvatningarverðlaunin Global WIIN 2024 fyrir Stílvopnið.
Um námskeiðið
Rithöfundar skrifa ekki bara um skáldaða heima heldur líka um lifaðan veruleika. Og það þurfum við öll einhvern tíma að gera. Skrif um veruleikann er hagnýt og valdeflandi iðja. Það er mikilvægt að ná tökum á rituðu máli þar sem því fylgja völd að geta skoðað og skilgreint heiminn með aðstoð orðanna.
Viðfangsefni námskeiðsins eru allt um kring enda skrifa þátttakendur um skoðanir sínar, reynslu, upplifun og þekkingu – og útvíkka reynsluheim sinn með skrifunum.
Unnið er með hið snjalla greinarform og skoðað hvernig það má nota við ólík skrif. Fjallað er um hefðbundnar þekkingar- og rökfærslugreinar en einnig skrif um veruleikann sem lúta fagurfræðilegum lögmálum.
Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná til hins almenna lesanda. Það er ætlað öllum almenningi en hjálpar líka fræðafólki að ná til breiðara lesendahóps.
Skoðið viðfangsefni námskeiðsins
Fyrirkomulag
Kennsluvefurinn opnast þegar greitt er. Þar er að finna netfyrirlestra, skriflegt kennsluefni, ritæfingar og samskiptaleiðir.
Vefurinn er opinn í 6 mánuði.
Endurgjöf
Spyrja má spurninga og ræða verkefnin á umræðuvef. Kennari les yfir eina fullbúna grein eða verk í vinnslu og veitir endurgjöf.
Umsögn
,,Ég hef sótt nokkur námskeið Stílvopnsins og alltaf kemur Björg mér á óvart með nýrri innsýn í heim hins ritaða máls. Námskeiðið Skrifað um veruleikann hefur reynst mér mjög gagnlegt í lífi og starfi. Ég er enn að melta yfirgripsmikið efnið en tek eftir að ég lít umhverfið öðrum augum eftir að ég fór að skrifa um það. Einnig er gagnlegt að læra að sníða skrif sín að ákveðnum miðli og markhópi, að leita heimilda og nota þær og að velja orðin þannig að þau hitti í mark. Og jafnvel þótt samskiptin á hinum námskeiðunum séu gjöful er líka gott að upplifa þetta fjarnámskeið í einrúmi.”
Guðrún Ólafsdóttir (Skrifað um veruleikann, 2024)