Um námskeiðið
Umfjöllunarefnin eru allt í kring enda skrifa þátttakendur um skoðanir sínar, reynslu og þekkingu og afla sér nýrrar þekkingar með skrifunum.
Unnið er með hið þrautreynda greinarform og útskýrt hvernig það má nota við ólík skrif.
Þátttakendum er leiðbeint við að nálgast viðfangsefni sín, afmarka þau og aðlaga að ákveðnum markhópi og miðli. Einnig er fjallað um málsnið, málfar, stíl og höfundarödd.
Í lok námskeiðs hafa þátttakendur skrifað að minnsta kosti eina grein og fengið viðbrögð kennara við henni.
Viðfangsefni hér
Fyrirkomulag
Þátttakendur hafa aðgang að námskeiðsvefnum í 6 mánuði. Hægt er að skoða allt efnið áður en hafist er handa við skrifin eða ljúka hverjum verkþætti áður en sá næsti er skoðaður.
Endurgjöf
Þátttakendum býðst að senda kennara 2 verkefni til yfirlestrar og endurgjafar (t.d. verkþátt 5 (drög að grein) og verkþátt 8 (tilbúin grein)). Einnig býðst að ræða það sem óljóst er við kennarann.
Umsögn
,,Ég hef sótt nokkur námskeið Stílvopnsins og alltaf kemur Björg mér á óvart með nýrri innsýn í heim hins ritaða máls. Námskeiðið Skrifað um veruleikann hefur reynst mér mjög gagnlegt í lífi og starfi. Ég er enn að melta yfirgripsmikið efnið en tek eftir að ég lít umhverfið öðrum augum eftir að ég fór að skrifa um það. Einnig er gagnlegt að læra að sníða skrif sín að ákveðnum miðli og markhópi, að leita heimilda og nota þær og að velja orðin þannig að þau hitti í mark. Og jafnvel þótt samskiptin á hinum námskeiðunum séu gjöful er líka gott að upplifa þetta fjarnámskeið í einrúmi.”
Guðrún Ólafsdóttir (Skrifað um veruleikann, 2024)