Hetjuferð – ritsmiðja í Hlöðuvík á Hornströndum 14. til 18. ágúst 2026
0 kr.
Fiðrildaferðir og Stílvopnið bjóða upp á einstakt námskeið í Hlöðuvík á Hornströndum 14.-18. ágúst 2026.
Byrjið að hlakka til – nánari upplýsingar birtast þegar nær dregur!
Á námskeiðinu fara þátttakendur í hetjuferðalag þar sem áskoranir lífsins eru skoðaðar með skrifum og öðrum skapandi aðferðum og rýnt í andlegt ferðalag í átt að frekari þroska.
Hlöðuvík er magnaður staður fyrir andlegt og skapandi ferðalag með tillkomumikilli náttúrufegurð og ógnarfjarlægð frá amstri dagsins.
Björg Árnadóttir er leiðsögumaður í Hetjuferðinni en Bjarney Lúðvíksdóttir gestgjafi í Hlöðuvíkurskálanum.
14 pláss eru í boði.
Nánari lýsing
Tengdar vörur
Skrifað með öllum skilningarvitum: Ritbúðir á Indlandi 29. okt. til 13. nóv. 2026
0 kr.
Nánari upplýsingar um ferðatilhögun og verð eru væntanlegar á næstu vikum - og líka straumlínulagaðri upplýsingagjöf!
Haustið 2026 stendur Stílvopnið í þriðja sinn fyrir hálfsmánaðar ritbúðum á Secret Garden hótelinu í horginni Kochi í Keralafylki á suðvestur odda Indlandsskagans.
Um er að ræða hæglætisferð (slow travel) þar sem ferðalangar öðlast skilning á Indlandi með því að rannsaka með skrifum sínum lífið í þessari dásamlegu, litlu borg dagana 29. október til 13. nóvember.
Þó er ýmislegt fleira að sjá í ferðinni sem stendur yfir dagana 26. október til 18. nóvember.

