Hetjuferðin – ritlistarnámskeið 4.-25. nóv.
67.900 kr.
- Staður: Sjávarklasinn, Grandagarður 16. 101 Rvk. Aðgengi
- Stund: Þriðjudagskvöld 4.-25. nóv. 2025 kl. 18:00-22:00
- Kennari: Björg Árnadóttir, ritlistarkennari, rithöfundur og MA í kennslufræðum skapandi greina.
- Verð: 67.900 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið.
Smelltu hér til að sjá kynningarmyndband.
Skráning og greiðslur
Berist staðfesting/reikningur ekki: Athugið ruslpóst eða hafið samband.
Greiðið á reikning Stílvopnsins (0133-26-580815 / kt. 580815-1380) eða með greiðslukorti. Ekki þarf að greiða við skráningu en tryggðu þér sætið með greiðslu.
Björg Árnadóttir hlaut alþjóðlega viðurkenningu Global WIIN 2024 fyrir Stílvopnið.
Um námskeiðið
Hetjuferðin (Hero’s Journey) er í senn þekkt hugtak úr frásagnarfræðunum og leið til sjálfskoðunar og aukins þroska.
Á námskeiðinu er hugmyndafræði ævafornrar Hetjuferðarinnar kynnt og hetjuferðir skrifaðar; hvers kyns sögur sem fylgja hetjunni á ferðalagi hennar, sögur sem höfundar ýmist skálda eða sækja í eigið líf.
Formið er frjálst. Flest kjósa að skrifa sögur en önnur kjósa aðrar aðferðir t.d. ljóðlist, leikritun, handritsgerð eða teiknaðar frásagnir. Enn önnur vilja einkum tileinka sér valdeflandi hugmyndafræði hetjuferðarinnar á leið sinni um lífið.
Þótt það kunni að virðast vera formúluskrif að fylgja hetjunni í þekktri vegferð er námskeiðið höfundum þó heljarinnar óvissuferð.
Í upphafi veit enginn hvert hann stefnir og alltaf er eitthvað um það bil að fara að gerast. Höfundum tekst þó undantekningarlaust að komast óhultum á leiðarenda, reynslunni ríkari og jafnvel með bók í farteskinu.
Hvað er Hetjuferðin?
Ef grannt er skoðað fjalla flestar sögur heims um ævintýraferð hetjunnar eða um þroskaferðalög okkar sjálfra:
Hetjan í sínum þekkta heimi heyrir kall til breytinga. Til að geta hlýtt kallinu þarf hetjan að horfast ögrandi þroskaverkefni. Hetjan tekst á við áskoranir og deyr jafnvel táknrænum dauða en rís upp og öðlast gjöf í ferli friðþægingar og sátta. Umbreytt snýr hetjan aftur til síns heima með gjöf í farteskinu sem gagnast samfélagi hennar öllu.
Á námskeiðinu er fléttað saman hugmyndum goðsagnafræðingsins Joseph Campbell, geðlæknisins Carl Gustav Jung og handritshöfundarins Christopher Vogler en bók hins síðastnefnda, Ferð höfundarins (1992), kom af stað flóðbylgju fantasíubókmennta og -bíómynda.
Á þessu ævintýralega námskeiði fléttar Björg Árnadóttir ofangreindum hugmyndum um hetjuferðina saman við fjörutíu ára kennslureynslu sína.
Hlaðvarpsviðtal um Hetjuferðina.
Umbreytingarævintýrið: Sjónvarpsviðtal um Hetjuferðina o.fl.
Fyrirkomulag námskeiðs
Þri. 4. nóv. kl. 18:00-22:00: HETJAN
Kynning á hugmyndafræði Hetjuferðarinnar. Upphitun með aðferðum sem hrista þátttakendur saman og hjálpa þeim að setja sig í spor hetjunnar. Skrifað og skrafað um hetjuna frá ólíkum sjónarhólum.
Þri. 11. nóv. kl. 18:00-22:00: HETJAN OG HINDRANIRNAR
Hetjan horfist í augu við hindranir sínar áður en hún tekur skrefið inn í hinn óþekkta heim.
Þri. 18. nóv. kl. 18:00-22:00: HETJAN OG HEIMUR HINS ÓÞEKKTA
Skrifað um ævintýri, þroskaverkefni og eldskírn hetjunnar í hinum óþekkta heimi.
Þri. 25. nóv. 18:00-22:00: HETJAN, HEIMFERÐIN OG GJÖFIN
Áfram er skrifað um hinn óþekkta heim þar til hetjan, í ferli friðþægingar og sátta, öðlast gjöf sem hún snýr með aftur til síns heima.
Ekki eru lögð fyrir heimaverkefni en þátttakendum er frjálst að skrifa að vild milli skipta.
Ummæli
Hópurinn í mars 2024:
Við erum ekki söm. Það urðu ákveðnir töfrar. Kennslan leiðir okkur svo víða, dyrnar opnaðar á listilegan hátt og húmor varðar leiðina. Trúnaðartraust skapaðist og áskorun ferðalagsins efldi okkur í að tileinka okkur þessa sýn sem gaf okkur alveg ótrúlega mikið.
Hildur Helgadóttir (Hetjuferðin, 2018):
Frábært námskeið! Hetjuferðalagið færir manni hjálplegan og kærkominn ramma utan um lausbeislaðar og tilviljanakenndar hugmyndir. Góð leið hvort heldur til að skálda eða skoða eigin lífsgöngu og skilja ýmislegt betur.
Nánari upplýsingar um námskeiðið: bjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917
Tengdar vörur
Ritun endurminninga 21. jan.-11. feb. 2026
- Staður: Sjávarklasinn, Grandagarði 16, 101 Reykjavík. Aðgengi
- Stund: Miðvikudagskvöld 21. jan. – 11.feb. (16 klst.)
- Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir, ritlistarkennari og rithöfundur.
- Verð: 67.900 kr. 10% afsláttur fyrir 67+: 61.200 kr.
- Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið, athugaðu með þitt.