Skrifað um veruleikann – hagnýtt netnámskeið þegar þér hentar!

39.900 kr.

  • efnið er aðgengilegt í 6 mánuði,
  • jafngildir 16 klst.,
  • byggir á einstaklingsmiðuðu námi; fyrirlestrum, ritæfingum – og endurgjöf ef þú vilt,
  • Björg Árnadóttir, ritlistarkennari, rithöfundur og blaðamaður kennir,
  • verð: 39.900 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða, athugaðu með þitt,

Nánari upplýsingar: s. 8996917 / bjorg@stilvopnid.is

Skráning og greiðslur

Opið er fyrir skráningu (blái hnappurinn). Vefurinn opnast fljótlega eftir að greitt hefur verið:
0133-26-580815 / kt. 580815-1380 eða með greiðslukorti

Björg Árnadóttir hlaut alþjóðlegu hvatningarverðlaunin Global WIIN 2024 fyrir Stílvopnið.

 

Nánari lýsing

Um námskeiðið 

Viðfangsefnin er að finna allt í kringum okkur enda er skrifað um þekkingu, skoðanir, reynslu og upplifanir – og að sjálfsögðu er leitast við að útvíkka reynsluheiminn og bæta í þekkingarsarpinn með skrifunum.

Hér er ekki um akademísk heimildaskrif að ræða heldur hvers kyns hversdagsleg og nytsamleg skrif; fréttir, færslur, greinar, ræður, ferðaskrif og hugleiðingar um hvaðeina sem lífið hefur að bjóða skrifandi fólki. Námskeiðið er ætlað öllum almenningi en getur einnig gagnast fræðafólki við að ná til breiðara lesendahóps með öðruvísi efnistökum.

Hið snjalla greinarform er haft til hliðsjónar. Ekki eru þó eingöngu skrifaðar hefðbundnar greinar heldur hafa höfundar frjálsar hendur hvað varðar efnisval og efnistök með lifandi greinarformið að leiðarljósi.

Markmiðið er að höfundar skerpi hugsun sína og nái til hins almenna lesenda með aðgengilegum skrifum.

Skoðið viðfangsefni námskeiðsins

Fyrirkomulag

Kennsluvefurinn opnast fljótlega eftir að greitt hefur verið.

Þar er að finna fyrirlestra á netinu, skriflegt kennsluefni, ritæfingar og ítarefni.

Vefurinn er opinn þátttakandum í 6 mánuði. Hægt er að :
1) skoða allt efnið í upphafi og einbeita sér  því næst að úrlausn verkefna
2) skoða og leysa verkefnin jafnóðum
3) ferðast tilviljanakennt um vefinn og skrifa sér til skemmtunar.

Framlenging áskriftar kostar 10.000 fyrir mánuðinn.

Endurgjöf

Hafa má samband sé eitthvað óskýrt. Auk þess les kennari yfir eina fullbúna grein eða verk í vinnslu og veitir endurgjöf – þegar og ef höfundur kýs.

Fáið frekari upplýsingar: bjorg@stilvopnid.is/ s. 899 6917

Umsagnir  

,, Skrifað um veruleikann er afar gefandi námskeið og fjölbreytileg viðfangsefnin nytsamleg og skemmtileg. Frábærar leiðbeiningar Bjargar hjálpuðu mér við úrlausn verkefna og hvöttu mig til frekari dáða við skrif mín!“
Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir (Skrifað um veruleikann, 2025)

,,Ég hef sótt nokkur námskeið Stílvopnsins og alltaf kemur Björg mér á óvart með nýrri innsýn í heim hins ritaða máls.  Námskeiðið Skrifað um veruleikann hefur reynst mér mjög gagnlegt í lífi og starfi. Ég er enn að melta yfirgripsmikið efnið en tek eftir að ég lít umhverfið öðrum augum eftir að ég fór að skrifa um það.  Einnig er gagnlegt að læra að sníða skrif sín að ákveðnum miðli og markhópi, að leita heimilda og nota þær og að velja orðin þannig að þau hitti í mark. Og jafnvel þótt samskiptin á hinum námskeiðunum séu gjöful er líka gott að upplifa þetta fjarnámskeið í einrúmi.”
Guðrún Ólafsdóttir (Skrifað um veruleikann, 2024)