Skrifað með öllum skilningarvitum: Ritbúðir á Indlandi 29. okt. til 13. nóv. 2026
0 kr.
Nánari upplýsingar um ferðatilhögun og verð eru væntanlegar á næstu vikum – og líka straumlínulagaðri upplýsingagjöf!
Haustið 2026 stendur Stílvopnið í þriðja sinn fyrir hálfsmánaðar ritbúðum á Secret Garden hótelinu í horginni Kochi í Keralafylki á suðvestur odda Indlandsskagans.
Um er að ræða hæglætisferð (slow travel) þar sem ferðalangar öðlast skilning á Indlandi með því að rannsaka með skrifum sínum lífið í þessari dásamlegu, litlu borg dagana 29. október til 13. nóvember.
Þó er ýmislegt fleira að sjá í ferðinni sem stendur yfir dagana 26. október til 18. nóvember.
Tilhögun ferðalags
Á útleið er gist þrjár nætur í arabísku furstadæmi, enn er óvíst hverju. Að námskeiði loknu gefast fimm dagar til að ferðast um Keralafylki auk þess sem þriggja daga frí er um miðbik námskeiðsins.
Hópurinn í síðustu ferð var samt orðinn svo háður hæglætinu að hátt í helmingurinn dvaldi áfram á Secret Garden á meðan hin fóru ýmist í fljótasiglingu um The Backwaters, dvöldu á auyrvedískri heilsustofnun eða heimsóttu Varkala-ströndina eða þjóðgarðinn í Munnar.
Gert er ráð fyrir að hópurinn ferðist saman út og heim þótt í boði sé að ferðast á eigin vegum og koma ef til vill bara á námskeiðið.
Fyrir hverja er ferðin?
Ferðin snýst um ritlistarnámskeiðið – allt annað er bónus. Hún er því einungis ætluð þeim 16 sem sitja námskeiðið; fólki sem langar að kynnast Indlandi með öllum skilningarvitum, finna eigin höfundarrödd og lifa í heilsusamlegu hæglæti um hríð.
Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og MA í menntunarfræðum skapandi greina, kennir.
Greiðslufyrirkomulag
Endanlegar upplýsingar um ferðatilhögun og verð birtast hér á næstum vikum/mánuðum. Þó er skynsamlegt að skrá áhuga sinn strax þar sem fyrri ferðir fylltust fljótt (Hnappurinn Skrá á námskeið hér að neðan).
Greitt er skráningargjald við endanlega skráningu og afgangurinn í nokkrum greiðslum fram að brottför.
Nánari upplýsingar veitir Björg Árnadóttir (bjorg@stilvopnid.is/sími. 899 6917).
Indlandsævintýrið 2023 myndband.
UM BJÖRGU
UM ÞÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR. eiganda Secret Garden.
SECRET GARDEN TRIPADVIsER.
UM FERÐASKRIFSTOFUNA ICELAND UNWRAPPED SEM VERÐUR OKKUR INNAN HANDAR

Námskeiðið er að sjálfsögðu fyrir fólk á öllum aldri og kynjum þótt í ferðinni 2023 hafi aðeins verið konur.
Tveimur árum síðar voru karlarnir orðnir fjórir.
Námskeiðslýsing haustið 2026 (34 klst.)
Námskeiðið stendur yfir í 8 daga, 4 klukkustundir í senn, auk upphitunar heima áður en lagt er af stað. Hver 4 klst. ritsmiðja samanstendur af innlögn, fróðleik, skrifum og deilingu texta.
Skrifin beinast bæði út á við og inn á við:
Litríku, ilmandi umhverfinu er lýst sem og tilfinningum höfundar sem upplifir iðandi fjölbreytileikann. Sköpunarferlið rannsakað, gamlar fyrirstöður kvaddar og nýjar leiðir fundnar. Ýmsar ritlistaraðferðir prófaðir, hver og ein/n uppgötvar eigin leið.
Umsögn
,,Á námskeiðinu voru 17 þátttakendur. Í hópnum skipti hvorki bakgrunnur né aldur máli. Dýrmæt þykja mér þau kynni og margt af því sem ég hef lært af Björgu og hópnum mun ég taka með mér og raða vandlega í verkfærakistu lífsins. Á námskeiðinu hef fengið að kynnast gagnlegum ráðum til að nálgast betur meitlun máls og hugsana. Reynsla og þekking Bjargar á viðfangsefninu er framúrskarandi og fagleg, byggð haldgóðri þekkingu frá henni og öðrum fræðimönnum á þessu sviði.“
Alda Árnadóttir verkefnastjóri hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgur
Nánari lýsing væntanleg fljótlega.












Tengdar vörur
Hetjuferð – ritsmiðja í Hlöðuvík á Hornströndum 14. til 18. ágúst 2026
Fiðrildaferðir og Stílvopnið bjóða upp á einstakt námskeið í Hlöðuvík á Hornströndum 14.-18. ágúst 2026.
Byrjið að hlakka til - nánari upplýsingar birtast þegar nær dregur!Á námskeiðinu fara þátttakendur í hetjuferðalag þar sem áskoranir lífsins eru skoðaðar með skrifum og öðrum skapandi aðferðum og rýnt í andlegt ferðalag í átt að frekari þroska.
Hlöðuvík er magnaður staður fyrir andlegt og skapandi ferðalag með tillkomumikilli náttúrufegurð og ógnarfjarlægð frá amstri dagsins.
Björg Árnadóttir er leiðsögumaður í Hetjuferðinni en Bjarney Lúðvíksdóttir gestgjafi í Hlöðuvíkurskálanum.
14 pláss eru í boði.

