Showing all 2 results

Hetjuferð – ritsmiðja í Hlöðuvík á Hornströndum 14. til 18. ágúst 2026

Fiðrildaferðir og Stílvopnið bjóða upp á einstakt námskeið í Hlöðuvík á Hornströndum 14.-18. ágúst 2026. 

Byrjið að hlakka til - nánari upplýsingar birtast þegar nær dregur!

Á námskeiðinu fara þátttakendur í hetjuferðalag þar sem áskoranir lífsins eru skoðaðar með skrifum og öðrum skapandi aðferðum og rýnt í andlegt ferðalag í átt að frekari þroska.

Hlöðuvík er magnaður staður fyrir andlegt og skapandi ferðalag með tillkomumikilli náttúrufegurð og ógnarfjarlægð frá amstri dagsins.

Björg Árnadóttir er leiðsögumaður í  Hetjuferðinni en Bjarney Lúðvíksdóttir gestgjafi í Hlöðuvíkurskálanum.

14 pláss eru í boði.

   

Skrifað með öllum skilningarvitum: Ritbúðir á Indlandi 29. okt. til 13. nóv. 2026

Nánari upplýsingar um ferðatilhögun og verð eru væntanlegar á næstu vikum - og líka straumlínulagaðri upplýsingagjöf! Haustið 2026 stendur Stílvopnið í þriðja sinn fyrir hálfsmánaðar ritbúðum á Secret Garden hótelinu í horginni Kochi í Keralafylki á suðvestur odda Indlandsskagans. Um er að ræða hæglætisferð (slow travel) þar sem ferðalangar öðlast skilning á Indlandi með því að rannsaka með skrifum sínum lífið í þessari dásamlegu, litlu borg dagana 29. október til 13. nóvember. Þó er ýmislegt fleira að sjá í ferðinni sem stendur yfir dagana 26. október til 18. nóvember.

Tilhögun ferðalags

Á útleið er gist þrjár nætur í arabísku furstadæmi, enn er óvíst hverju. Að námskeiði loknu gefast fimm dagar til að ferðast um Keralafylki auk þess sem þriggja daga frí er um miðbik námskeiðsins. Hópurinn í síðustu ferð var samt orðinn svo háður hæglætinu að hátt í helmingurinn dvaldi áfram á Secret Garden á meðan hin fóru ýmist í fljótasiglingu um The Backwaters, dvöldu á auyrvedískri heilsustofnun eða heimsóttu Varkala-ströndina eða þjóðgarðinn í Munnar. Gert er ráð fyrir að hópurinn ferðist saman út og heim þótt í boði sé að ferðast á eigin vegum og koma ef til vill bara á námskeiðið.

Fyrir hverja er ferðin?

Ferðin snýst um ritlistarnámskeiðið - allt annað er bónus. Hún er því einungis ætluð þeim 16 sem sitja námskeiðið; fólki sem langar að kynnast Indlandi með öllum skilningarvitum, finna eigin höfundarrödd og lifa í heilsusamlegu hæglæti um hríð. Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og MA í menntunarfræðum skapandi greina, kennir. Greiðslufyrirkomulag Endanlegar upplýsingar um ferðatilhögun og verð birtast hér á næstum vikum/mánuðum. Þó er skynsamlegt að skrá áhuga sinn strax þar sem fyrri ferðir fylltust fljótt (Hnappurinn Skrá á námskeið hér að neðan). Greitt er skráningargjald við endanlega skráningu og afgangurinn í nokkrum greiðslum fram að brottför. Nánari upplýsingar veitir Björg Árnadóttir (bjorg@stilvopnid.is/sími. 899 6917). Indlandsævintýrið 2023 myndband. UM BJÖRGU UM ÞÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR. eiganda Secret Garden. SECRET GARDEN TRIPADVIsER. UM FERÐASKRIFSTOFUNA ICELAND UNWRAPPED SEM VERÐUR OKKUR INNAN HANDAR