Skoðið úrval námskeiða
Showing all 8 results
Skapandi skrif á Akranesi 21. til 23. nóvember
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Símenntun á Vesturlandi.
- Hvar: Símenntun á Vesturlandi, Smiðjuvellir 28, 300 Akranes
- Hvenær: Helgarnámskeið 21. til 23. nóvember (12 klst.).
- Kennari: Björg Árnadóttir, ritlistarkennari, rithöfundur og MA í menntunarfræðum skapandi greina (og fyrsti framkvæmdastjóri Símenntunar
Skrifað um veruleikann – hagnýtt netnámskeið þegar þér hentar!
- efnið er aðgengilegt í 6 mánuði,
- jafngildir 16 klst.,
- byggir á einstaklingsmiðuðu námi; fyrirlestrum, ritæfingum - og endurgjöf ef þú vilt,
- Björg Árnadóttir, ritlistarkennari, rithöfundur og blaðamaður kennir,
- verð: 39.900 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða, athugaðu með þitt,
Skráning og greiðslur
Opið er fyrir skráningu (blái hnappurinn). Vefurinn opnast fljótlega eftir að greitt hefur verið: 0133-26-580815 / kt. 580815-1380 eða með greiðslukorti Björg Árnadóttir hlaut alþjóðlegu hvatningarverðlaunin Global WIIN 2024 fyrir Stílvopnið.Sköpunarsmiðja: Tólf spora ævintýri 14. til 16. nóvember
- Hvar: Íslenska sjávarklasanum, Grandagarði 16, 101 Reykjavík
- Hvenær: Helgarnámskeið 14.-16. nóv. (12 klst.) Fös. 18-22, lau. og sun. 10-14.
- Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistar- og myndlistarkennari og MA í menntunarfræðum skapandi greina.
- Verð: 56.900 kr. Athugaðu hvort stéttarfélagið styrkir þig.
Skráning og greiðslur
Berist staðfesting/reikningur ekki: Skoðið ruslpóstinn eða hafið samband. Greiðið á reikning Stílvopnsins:0133-26-580815 / kt. 580815-1380 eða með greiðslukorti. Ekki þarf að greiða við skráningu en tryggðu þér sætið með greiðslu. EndurgreiðsluskilmálarHetjuferðin – ritlistarnámskeið 4. til 25. nóvember
- Staður: Sjávarklasinn, Grandagarður 16. 101 Rvk. Aðgengi
- Stund: Þriðjudagskvöld 4.-25. nóv. 2025 kl. 18:00-22:00
- Kennari: Björg Árnadóttir, ritlistarkennari, rithöfundur og MA í kennslufræðum skapandi greina.
- Verð: 67.900 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið.
Smelltu hér til að sjá kynningarmyndband.
Skráning og greiðslur
Berist staðfesting/reikningur ekki: Athugið ruslpóst eða hafið samband. Greiðið á reikning Stílvopnsins (0133-26-580815 / kt. 580815-1380) eða með greiðslukorti. Ekki þarf að greiða við skráningu en tryggðu þér sætið með greiðslu. Endurgreiðsluskilmálar. Björg Árnadóttir hlaut alþjóðlega viðurkenningu Global WIIN 2024 fyrir Stílvopnið.Ritun endurminninga 21. janúar til 11. febrúar. 2026
- Staður: Sjávarklasinn, Grandagarði 16, 101 Reykjavík. Aðgengi
- Stund: Miðvikudagskvöld 21. jan. – 11.feb. (16 klst.)
- Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir, ritlistarkennari og rithöfundur.
- Verð: 67.900 kr. 10% afsláttur fyrir 67+: 61.200 kr.
- Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið, athugaðu með þitt.
Skráning og greiðslur
Berist skráningarstaðfesting eða reikningur ekki: Skoðið ruslpóstinn eða hafið samband. Greiðið námskeiðsgjald á reikning Stílvopnsins 0133-26-580815 (kt. 580815-1380) eða meðgreiðslukorti án afsláttar / greiðslukorti með afslætti. Ekki þarf að greiða við skráningu en tryggðu þér sætið með greiðslu. Endurgreiðsluskilmálar.Hetjuferð – ritsmiðja í Hlöðuvík á Hornströndum 14. til 18. ágúst 2026
Fiðrildaferðir og Stílvopnið bjóða upp á einstakt námskeið í Hlöðuvík á Hornströndum 14.-18. ágúst 2026.
Byrjið að hlakka til - nánari upplýsingar birtast þegar nær dregur!Á námskeiðinu fara þátttakendur í hetjuferðalag þar sem áskoranir lífsins eru skoðaðar með skrifum og öðrum skapandi aðferðum og rýnt í andlegt ferðalag í átt að frekari þroska.
Hlöðuvík er magnaður staður fyrir andlegt og skapandi ferðalag með tillkomumikilli náttúrufegurð og ógnarfjarlægð frá amstri dagsins.
Björg Árnadóttir er leiðsögumaður í Hetjuferðinni en Bjarney Lúðvíksdóttir gestgjafi í Hlöðuvíkurskálanum.
14 pláss eru í boði.
Skrifað með öllum skilningarvitum: Ritbúðir á Indlandi 29. okt. til 13. nóv. 2026
Nánari upplýsingar um ferðatilhögun og verð eru væntanlegar á næstu vikum - og líka straumlínulagaðri upplýsingagjöf!
Haustið 2026 stendur Stílvopnið í þriðja sinn fyrir hálfsmánaðar ritbúðum á Secret Garden hótelinu í horginni Kochi í Keralafylki á suðvestur odda Indlandsskagans.
Um er að ræða hæglætisferð (slow travel) þar sem ferðalangar öðlast skilning á Indlandi með því að rannsaka með skrifum sínum lífið í þessari dásamlegu, litlu borg dagana 29. október til 13. nóvember.
Þó er ýmislegt fleira að sjá í ferðinni sem stendur yfir dagana 26. október til 18. nóvember.
